Leikskólinn Jörfi

Leikskólinn Jörfi er staðsettur í Bústaðahverfi í Reykjavík, við Hæðargarð 27a og var byggður 1997. Þann 1. ágúst sama ár komu fyrstu börnin í skólann. Hluti barna og starfsfólks sem áður tilheyrði leikskólanum Staðarborg fluttist yfir í Jörfa en einnig komu inn ný börn og nýtt starfsfólk.

Jörfi er í dag fimm deilda leikskóli. Deildirnar eru Hlíð, Holt, Laut, Lundur og Sel.

Í Jörfa eru 98 börn samtímis á aldrinum eins til sex ára. Fjöldi starfsfólks fer eftir starfshlutfalli og samsetningu barnahópsins. Leikskólinn starfar sem ein heild og er starfið skipulagt í samvinnu allra sem þar starfa. Aðbúnaður og staðsetning leikskólans er góð með ýmsum möguleikum til útivistar. Í göngufæri er Elliðaárdalurinn, Fossvogsdalurinn og Laugardalurinn ásamt öðrum grænum svæðum og görðum.

Leikskólastjóri This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðstoðarskólastjóri er This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Hjaltadóttir

Símanúmer Jörfa er 411-6730